fimmtudagur, mars 23, 2006

 

Ferlega fúl

Ég er búin að vera hundfúl í allan dag - vaknaði eiginlega svona í morgun og það er sko ekki gaman get ég sagt ykkur. Kannski er það bara kuldinn sem gerir þetta en ég hélt að ég væri löngu hætt að láta veðrið fara í taugarnar á mér - auk þess sem ég þurfti lítið að fara út í dag og það litla sem ég fór var ég í bíl. En þetta rjátlast vonandi af mér, ég hreinlega nenni ekki að vera svona lengi. Smáljósglæta samt, eiginmaðurinn keypti lambaleggi þegar við vorum úti í Hagkaupum og lofaði að elda handa mér rétt á morgun sem ég hef verið að rella í honum að prófa og var í sannleika sagt hreinlega búin að gleyma. Mig minnir að ég hafi fundið hann hjá Nönnu matargúrú. Það er alltaf einhver glæta í myrkrinu, ég hlakka til að borða annað kvöld.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?