mánudagur, janúar 29, 2007

 

Frjálslyndi

Er ekki svolítil þversögn í því að stjórnmálaflokkur sem sýnir spillinguna og afturhaldið fyrir opnum tjöldum skuli kenna sig við frjálslyndi?

mánudagur, janúar 22, 2007

 

Umhugsunarefni

Valdimar Leó fékk ekki nógu góða útkomu í prófkjöri og ákvað því að skipta um flokk.
Hjálmar Árnason fékk ekki nógu góða útkomu í prófkjöri og ákvað því að hætta.
Ég verð að segja að ég virði ákvörðun Hjálmars meira en ákvörðun Valdimars. Mér finnst að menn, sem ekki ná þeim árangri sem þeir ætla sér í prófkjöri, ættu að líta í eigin barm og athuga hvort þeir hafi á einhvern hátt brugðist þeim væntingum sem kjósendur gerðu til þeirra og reyna þá að bæta sig og reyna aftur næst. Þegar menn skipta um flokk eins og ekkert sé, ég tala nú ekki um þegar þeir ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn og stefnuna sem hann virðist vera að taka, finnst mér eitthvað hljóta að vera athugavert. Það er eins og aðalatriðið sé að hanga inni á þingi hverju sem tautar og raular, en minna máli skipti hvað kjósendum (sem komu þeim nú einu sinni þangað) finnst um störf viðkomandi.
Ég bara mátti til að láta þessa skoðun mína í ljós. (Mér finnst réttara að tala um að láta eitthvað í ljós heldur en að láta eitthvað í ljósi.)

föstudagur, janúar 12, 2007

 

Ofbeldi

Fyrirsögn í Mogganum í morgun:
Neikvæð áhrif ofbeldis verði fyrirbyggð.
Mér er því spurn: Hver eru jákvæð áhrif ofbeldis? Hljóta áhrifin ekki alltaf að vera neikvæð?
Svar óskast.

sunnudagur, janúar 07, 2007

 

Hversdagsþankar

Jólunum var pakkað niður í dag og komið fyrir í geymslunni þar sem þau fá að hvíla sig fram í desember á þessu ári, þ.e. 2007. Sama hversu yndislegt það er þegar búið er að skreyta íbúðina og jólin taka völdin, það er er líka yndislegt þegar öllu hefur verið pakkað saman og hversdagsleikinn tekur við. Hann þarf nefnilega ekkert að vera mjög grár. Við hjónakornin á Tjarnarbólinu höfum haft það ljómandi gott þessa viku sem liðin er af nýju ári, kannski sofið heldur lengi á morgnana og lesið bækur heldur lengi fram eftir á kvöldin, en nú skal úr því bætt. Frumburðurinn bauð okkur í mat á fimmtudaginn og það ekki af verri endanum - hreindýraracklett - sem bæði var gaman að steikja og hreinlega bráðnaði á tungunni. Og þegar við kvöddum vorum við leyst út með afganginum af hreindýralærinu, sem bragðaðist svona líka vel í gærkvöldi. En nú er eiginmaðurinn að kalla í mig í kvöldmatinn, kjúklingabringur fylltar með blámygluosti, kastaníusveppasósa og annað meðlæti. Að endingu óska ég öllum gæfuríks árs og friðar með þökk fyrir ánægjulega samveru og góð kynni á liðnu ári.

P. S. Það eina sem er fastákveðið að gera á nýbyrjuðu ári er að vera í Kanada 2. til 13. ágúst.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?