mánudagur, janúar 22, 2007

 

Umhugsunarefni

Valdimar Leó fékk ekki nógu góða útkomu í prófkjöri og ákvað því að skipta um flokk.
Hjálmar Árnason fékk ekki nógu góða útkomu í prófkjöri og ákvað því að hætta.
Ég verð að segja að ég virði ákvörðun Hjálmars meira en ákvörðun Valdimars. Mér finnst að menn, sem ekki ná þeim árangri sem þeir ætla sér í prófkjöri, ættu að líta í eigin barm og athuga hvort þeir hafi á einhvern hátt brugðist þeim væntingum sem kjósendur gerðu til þeirra og reyna þá að bæta sig og reyna aftur næst. Þegar menn skipta um flokk eins og ekkert sé, ég tala nú ekki um þegar þeir ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn og stefnuna sem hann virðist vera að taka, finnst mér eitthvað hljóta að vera athugavert. Það er eins og aðalatriðið sé að hanga inni á þingi hverju sem tautar og raular, en minna máli skipti hvað kjósendum (sem komu þeim nú einu sinni þangað) finnst um störf viðkomandi.
Ég bara mátti til að láta þessa skoðun mína í ljós. (Mér finnst réttara að tala um að láta eitthvað í ljós heldur en að láta eitthvað í ljósi.)

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?