sunnudagur, janúar 07, 2007
Hversdagsþankar
Jólunum var pakkað niður í dag og komið fyrir í geymslunni þar sem þau fá að hvíla sig fram í desember á þessu ári, þ.e. 2007. Sama hversu yndislegt það er þegar búið er að skreyta íbúðina og jólin taka völdin, það er er líka yndislegt þegar öllu hefur verið pakkað saman og hversdagsleikinn tekur við. Hann þarf nefnilega ekkert að vera mjög grár. Við hjónakornin á Tjarnarbólinu höfum haft það ljómandi gott þessa viku sem liðin er af nýju ári, kannski sofið heldur lengi á morgnana og lesið bækur heldur lengi fram eftir á kvöldin, en nú skal úr því bætt. Frumburðurinn bauð okkur í mat á fimmtudaginn og það ekki af verri endanum - hreindýraracklett - sem bæði var gaman að steikja og hreinlega bráðnaði á tungunni. Og þegar við kvöddum vorum við leyst út með afganginum af hreindýralærinu, sem bragðaðist svona líka vel í gærkvöldi. En nú er eiginmaðurinn að kalla í mig í kvöldmatinn, kjúklingabringur fylltar með blámygluosti, kastaníusveppasósa og annað meðlæti. Að endingu óska ég öllum gæfuríks árs og friðar með þökk fyrir ánægjulega samveru og góð kynni á liðnu ári.
P. S. Það eina sem er fastákveðið að gera á nýbyrjuðu ári er að vera í Kanada 2. til 13. ágúst.
P. S. Það eina sem er fastákveðið að gera á nýbyrjuðu ári er að vera í Kanada 2. til 13. ágúst.