föstudagur, mars 10, 2006

 

Helvítis, bölvað vesen

Ég hef verið að spá í að fá mér góðan hægindastól - vil samt ekki kalla það sjónvarpsstól því ég er á móti því að láta sjónvarpið ráða hvernig húsgögn maður fær sér og hvernig þeim er raðað upp í stofunni. Einhvern tíma í vikunni sem leið sá ég svo auglýstan snotran stól á tilboði, þ.e. með 50% afslætti, í ákveðinni verslun hér í borginni. Ég komst svo til að skoða hann í fyrradag og fannst bara býsna góður. Eiginlega skil ég ekki af hverju ég keypti hann ekki strax því þegar við hjónin komum í búðina í morgun til að festa kaup á gripnum gilti tilboðið ekki lengur og hann var orðinn tvisvar sinnum dýrari og á verði sem ég tími fjandakornið ekki að splæsa undir rassinn á mér. Ég er svo grútspæld út af þessu að ég gæti orgað. Djöfulsins ónáttúra að auglýsa svona og láta svo tilboðið ekki gilda nema í nokkra daga.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?