sunnudagur, febrúar 25, 2007

 

Langt síðan síðast

Æ, það hefur verið svo fjári mikið að gera hjá mér að ég hef hreinlega ekki haft mig í að skrifa neitt að undanförnu - enda ekki neitt til að skrifa um.
En nú fór ég á frumsýningu hjá Íslenska dansflokknum á föstudagskvöldið og varð ekki fyrir vonbrigðum. Dansflokkurinn verður betri og betri og ég held að hann hljóti að vera kominn í hóp bestu nútímadansflokka sem starfandi eru. Og dugnaðurinn í krökkunum er slíkur að þau dansa stórslösuð liggur mér við að segja, ein stelpan svo illa meidd í öxlinni að það var óvíst hvort hún gæti dansað á frumsýningunni og einn strákurinn nefbrotinn með glóðarauga eftir að hafa fengið spark í andlitið á æfingu. En þau stóðu sig eins og hetjur og eiga hrós skilið.
Og í gærkvöldi fórum við á góugleði og bingókvöld upp í Fannahlíð og það var sko gaman að hitta gömlu sveitungana aftur. Mér fannst ég eiginlega ganga í barndóm og verða aftur litla sveitastelpan. Ekki unnum við neitt í bingóinu, en dönsuðum hins vegar eins og herforingjar, þ.e. eiginmaðurinn eins og herforingi en ég eins og sveitastelpa. Nú vona ég bara að þetta verði árlegur viðburður, enda líkur á því fyrst þetta er annað árið sem svona skrall er haldið.
Hef þetta ekki meira í þetta sinn - eigið góðar stundir.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?