fimmtudagur, febrúar 08, 2007

 

Undarlegur andskoti

Þegar Kristinn H. Gunnarsson yfirgaf Alþýðubandalagið og gekk í Framsóknarflokkinn varð ég svolítið hissa, en hugsaði þó með mér að kannski bæri hann einhver góð málefni fyrir brjósti sem hann teldi sig betur geta komið í framkvæmd þar. Ég ætla ekki að dæma um hver árangur hafi verið af setu Kristins í Framsóknarflokknum, en nú þegar hann er kominn yfir í Frjálslynda flokkinn finnst mér minn gamli flokksbróðir hafa fjarlægst upprunann hreint ótrúlega mikið. Þetta kalla ég að vilja lafa inni á þingi hverju sem tautar og raular.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?