þriðjudagur, mars 18, 2008

 

Til hvers?

Ég hef hingað til talið Illuga Jökulsson þokkalega skynsaman en eftir að hlusta á hann og Tamimi í sjónvarpinu áðan greindi ég enga skynsemi hjá téðum Illuga og ekki heldur hjá andmælandanum. Myndbirting sem þessi þjónar engum tilgangi nema vekja sundrung hjá annars þokkalega samheldinni þjóð. Vill ritstjórinn kannski koma af stað borgarastyrjöld? Þótt eitthvað sé leyfilegt er ekki þar með sagt að endilega þurfi að gera það. Reyndar er ég ekki íslamstrúar en kannski myndi ég íhuga það til þess eins að sýna samúð. Og þó, ég vil tilheyra trúflokki samkvæmt því sem ég trúi - ekki bara til að ákveðinn söfnuður fái gjöldin mín eins og sumir gera og mótmæla svo að um söfnuð sé að ræða. En þetta var nú reyndar útúrdúr.
Allah akbar.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?