sunnudagur, febrúar 20, 2005

 

Hugleiðing

Þetta orti ég einu sinni. Hreint ekki sem verst.

Hugleiðing.

Um sumardag er situr fugl á grein
og sólin vermir grund og kaldan stein,
þá hvarflar að mér, allt er vilja háð
þess alheimsguðs er verndar okkar láð.

Þótt kólni um sinn er sumar okkur nær
og senn mun strjúka um vanga ljúfur blær
sem vekur fræ er frostið svæfði í haust
svo frjó af blundi vakna, ofur laust.

Og brátt úr moldu fífill fagur grær
og fyrr en varir allt mót sólu hlær
sem dregur lífsins anda á okkar jörð
og unaðstöfrum skreytir kalinn svörð.

Og þannig er með okkar æviskeið
en oft það reynist kalt á þeirri leið,
þá bíður ávallt betri, fegri tíð,
þótt byrsti sig um tíma vetrarhríð.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?