föstudagur, mars 25, 2005

 

Ég bara spyr...

Fyrsta spurning dagsins er hvað okkur komi það við að Björgúlfur Thor hafi eignast 16 marka son daginn eftir afmælið sitt. Auðvitað er alltaf stórkostlegur viðburður þegar nýtt líf lítur dagsins ljós, en er fæðing þessa barns nokkuð merkilegri en fæðing annarra barna? Ég vorkenni blessuðum drengnum að fá kastljós fjölmiðlanna á sig strax við fæðingu, það þarf sterk bein til að standa undir slíku og vonandi tekst foreldrunum að gæta þess að hann fái að vaxa úr grasi við eðlilegar aðstæður. Næsta spurning er svo frá hverju slúðurblöðin (slúðurblaðið) hefði að segja ef fólk væri ekki alltaf að skilja, hvernig er hægt að græða endalaust á óhamingju fólks? Ég á á forsíðu Séð og heyrt í gær að Bolli í 17 og Svava væru að skilja, sem vinir auðvitað og gott hjá þeim. En hvað kemur okkur það við, mega þau ekki bara skilja án þess að það verði blaðamatur? Og hefur það mikil áhrif á okkur að vita að Helga og Brynja séu saman í London lausar og liðugar? Vonandi skemmta þær sér bara vel en ég finn ekki að það fullnægi sérstakri þörf hjá mér að vita þetta allt. Það er auðvitað ekki langt síðan fjallað var um skilnað þeirra beggja í slúðurblaðinu og kannski er ætlunin að halda þar úti framhaldssögum um einkalíf fólks, ég bara spyr?
En ekki meira þras í bili. Hafið það gott um páskana og notið dagana til íhugunar um lífið og tilveruna!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?