þriðjudagur, apríl 19, 2005

 

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga

Það var hundfúlt að vakna klukkan sjö á sunnudagsmorguninn og svima svo mikið að maður komst varla fram úr og verða svo flökurt í ofanálag. Tókst samt að sofna aftur í þessu volæði og sofa til klukkan að verða ellefu. Slappleikinn alveg að drepa mig fram undir kvöld og ég er enn ekki laus við þennan andsk... svima. En það er eins og vorið sé að koma enda sumardagurinn fyrsti ekki á morgun heldur hinn og bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Í gær var bekkjarpartí hjá Fríðu Bjarna, æðislega gaman að hitta stelpurnar. Það er eins og við verðum alltaf 17 ára aftur þegar við hittumst. Ég þurfti að bregða mér frá á milli súpu og aðalréttar til að syngja á opnum samsöng í Domus Vox. Tókst að klúðra Með en primula veris rækilega en Kossavísurnar tókust ágætlega. Það er líka búið að vera ferlegt slen í mér síðan á föstudag, veit ekki hvort þetta er bara þreyta eða eitthvað þaðan af verra - vonandi ekki. Mig dauðlangar að skríða upp í rúm (eða jafnvel undir það) og sofa í mánuð en það hefur sjaldan verið eins mikið að gera hjá mér svo það verður líklega að bíða fram í miðjan maí eftir að ég útskrifast með 5. stig. Annars erum við Ella ákveðnar í að fara til Danmerkur 4. júní og vera hjá Vallý í viku, það verður ekki amalegt að slaka á hjá henni.
En nú verð ég að fara að gera eitthvað af viti, þetta dugar ekki lengur. Meira við tækifæri.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?