miðvikudagur, apríl 20, 2005

 

Habemus papam

Það var víst of mikil bjartsýni að halda að valinn yrði frjálslyndur kardináli á páfastól. Nú er Benedikt XVI, aka Rottveiler Guðs, tekinn við og það hlýtur að teljast sorgaratburður fyrir kaþólskar konur, barnmargar fjölskyldur og ég tala nú ekki um fyrir samkynhneigða. „Ljúfur maður og auðmjúkur,“ segir séra Jakob Rolland. „Afturhaldið hefur skrifast á Ratzinger,“ segir Karl Sigurbjörnsson. Það kemur trúlega fljótt í ljós hvaða stefnu maðurinn tekur en ég tel litlar líkur á að hann taki U-beygju hvað stefnuna varðar. En einn kost hefur maðurinn samt, hann er 78 ára svo það eru sláandi litlar líkur á því að hann sitji í 26 ár!
Nóg í bili, enda er ég ekki kaþólsk og mér kemur þetta ekki við. Mér varð bara hugsað til kaþólskra kunningjakvenna minna í Evrópu og víðar sem fannst afturhaldssemi og viðhorf hins liðna páfa til kvenna keyra um þverbak.

Nú ætla ég að taka lífinu með ró fram yfir næstu helgi og safna kröftum.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?