fimmtudagur, júní 16, 2005

 

Ýmist allt eða ekkert og tíminn líður

Er það ekki alltaf þannig að margar uppákomur ber upp á sama daginn en þess á milli gerist fátt? Ég er boðin í fertugsafmæli á morgun, 17. júní, en er líka búin að bjóða í mat á sama tíma. Reyndar hélt ég að afmælið væri ekki fyrr en um næstu helgi og leit ekki nógu vel á boðskortið sem beið mín þegar ég kom heim úr Danaveldi - enda sjálft afmælið ekki fyrr en þá. Eins gott að þetta uppgötvaðist og ég mætti ekki uppdubbuð eftir viku! En svona er lífið. Og í dag er reyndar afmæli yngri sonar míns, hann er hvorki meira né minna en 34 ára. Úff. Maður verður víst að horfast í augu við að árin hlaðast á mann þegar yngri sonurinn nálgast óðum hálffertugt, sá eldri er fertugur og elsta barnabarnið 22 ára. Svei mér þá alla daga. Svo er ég hissa á að skrokkurinn á mér sé ekki eins og ég var tvítug!
En það er víst best að hafa ekki fleiri orð um þetta, fæst orð bera minnsta ábyrgð.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?