fimmtudagur, júlí 14, 2005
Ég er svo yfir mig hissa
Ég var rosalega glöð í gærkvöldi þegar ég sá Sigga storm (fyrrverandi nágranna okkar úr Hafnarfirðinum) sýna að það ætti að vera sólskin og þvílíkt himnaveður hérna í dag og var staðráðin í að taka mér frí fá tölvunni eina dagsstund. En ég varð svo yfir mig hissa þegar blesaður dagurinn rann upp og engin sást sólin. Hún var reyndar einhvers staðar þarna uppi, en mistrið var svo mikið að geislarnir náðu ekki vel í gegn. Mér fannst ekki nógu aðlaðandi að sitja úti á svölum þótt hitamælirinn sýndi yfir 20 stig (í sólskini fer hann oftast alla leið upp) og sleppti því sólbaðinu en sat inni og kláraði bráðskemmtilegan reyfara, Invitation to a Funeral, sem gerist í London árið 1676 og er eftir höfund sem kallar sig Molly Brown (ég trúi ekki að það sé rétt nafn). Í honum er allur subbuskapurinn sem gengur og gerist í nútímareyfurum auk þess sóðaskapar sem auðvitað var viðvarandi alls staðar á þessum tíma. Það er ekki nóg með að menn séu myrtir á hinn hroðalegasta hátt, þeir eru skornir á háls á kamrinum, sem kallast því semmtilega nafni „house of office“. En sem sagt, þetta er með betri reyfurum sem ég hef lesið að undanförnu - ekki að ég hafi lesið svo mikið upp á síðkastið.
Eftir hádegið fórum við hjónin í Ellingsen þar sem ég festi kaup á þessum líka frábæru gönguskóm og svo tókum við röska göngu í fjörunni við Gróttu. Við ætluðum nefnilega í kraftgönguna í gær en komumst þá að því að hún er líklega farin í sumarfrí. Annars hélt ég að fríið byrjaði ekki fyrr en í næstu viku þar sem Hornstrandaferðin er um aðra helgi. Hvað um það, við létum það ekki á okkur fá og ákváðum að taka hressandi kraftgöngu um Öskjuhlíðina tvö ein og það var svo sem allt í lagi þar til ég missti fótanna á sléttum göngustíg, bar fyrir mig hendurnar og hruflaði mig og stórmeiddi á annarri (finn enn þá til í þumalfingrinum) og hruflaði mig sömuleiðis á öðru hnénu. Ég skil þetta ekki, það er stundum eins og fótunum sé hreinlega kippt undan mér. Og ekki var Þorgeirsboli gamli þarna að verki, hef hvorki heyrt eða séð nokkurn í ættinni síðan við fórum til Inga á sunnudaginn. Auk þess held ég að boli sé ekki svona illgjarn, hann er frekar bara að gera vart við sig á undan ákveðnu fólki.
Við höfum ekki enn komist í ferðalag og sumarið hálfnað. Mótið í Fannahlíð er um aðra helgi og þá verðum við í tjaldi en ekki fer maður mikið í tjaldferðir eftir miðjan ágúst, er það?
Eftir hádegið fórum við hjónin í Ellingsen þar sem ég festi kaup á þessum líka frábæru gönguskóm og svo tókum við röska göngu í fjörunni við Gróttu. Við ætluðum nefnilega í kraftgönguna í gær en komumst þá að því að hún er líklega farin í sumarfrí. Annars hélt ég að fríið byrjaði ekki fyrr en í næstu viku þar sem Hornstrandaferðin er um aðra helgi. Hvað um það, við létum það ekki á okkur fá og ákváðum að taka hressandi kraftgöngu um Öskjuhlíðina tvö ein og það var svo sem allt í lagi þar til ég missti fótanna á sléttum göngustíg, bar fyrir mig hendurnar og hruflaði mig og stórmeiddi á annarri (finn enn þá til í þumalfingrinum) og hruflaði mig sömuleiðis á öðru hnénu. Ég skil þetta ekki, það er stundum eins og fótunum sé hreinlega kippt undan mér. Og ekki var Þorgeirsboli gamli þarna að verki, hef hvorki heyrt eða séð nokkurn í ættinni síðan við fórum til Inga á sunnudaginn. Auk þess held ég að boli sé ekki svona illgjarn, hann er frekar bara að gera vart við sig á undan ákveðnu fólki.
Við höfum ekki enn komist í ferðalag og sumarið hálfnað. Mótið í Fannahlíð er um aðra helgi og þá verðum við í tjaldi en ekki fer maður mikið í tjaldferðir eftir miðjan ágúst, er það?