miðvikudagur, júlí 27, 2005

 

Gaman, gaman er...

Gaman, gaman er í góðu veðri að leika sér, segir í einhverju kvæði sem ég kunni í gamla daga og það má með sanni segja að nú er gaman að leika sér. Þegar líða tók á daginn héldumst við gamla settið ekki lengur inni fyrir framan tölvurnar, en ákváðum að fara upp í Heiðmörk í sveppatínslu. Þegar þangað var komið áttuðum við okkur auðvitað á að maður tínir ekki sveppi í svona veðri, maður bíður eftir rigningu + uppstyttu til að gera það. En fyrst við vorum nú komin á staðinn lituðumst við svolítið um og árangurinn varð fáeinir sveppir sem brögðuðust vel smjörsteiktir með kvöldmatnum. Og auðvitað fórum við í hressandi gönguferð, enga kraftgöngu samt, og létum sólina baka okkur. Á leiðinni heim keyptum við í matinn og splæstum líka í DV og viti menn, Eiríkur Jónsson stóð við orð sín, allt alveg rétt eftir mér haft! Gott hjá þér, Eiríkur.
Annars var það ekki meira að sinni.

P.S. Í kvöld grillaði eiginmaðurinn handa okkur léttreiktan grísakamb sem snæddur var með grænmeti og smjörsteiktum Heiðmerkursveppum. Namm, namm.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?