mánudagur, júlí 11, 2005

 

Það rignir

Það rignir en ég held að það sé smáútlit fyrir að veðrið skáni þegar líður á vikuna. Sumarið er að verða hálfnað og við sitjum enn hér heima og höfum ekkert farið. Skruppum reyndar í Skálholt í gær (staðurinn er alltaf jafn magnaður) og komum við á Þingvöllum hjá Inga að ræða um val á myndum í Rauðhyltingabók. Hann var sammála mér um valið á þeim. Annað er svo sem ekki að frétta enda átti þetta ekki að verða nein dagbók.
Í gær hélt ég að ég væri búin að uppgötva hvernig hægt væri að koma á friði í Austurlöndum og stöðva hryðjuverk á Vesturlöndum. Ef mörg hundruð þúsund Vesturlandabúar (eða milljónir) flykktust til Írak, Afganistan og Palestínu og segðu: Komið bara, drepið okkur ef þið viljið. Og ef mörg hundruð þúsund Austurlandabúa (eða milljónir) kæmu til Vesturlanda og segðu það sama hvað myndi þá gerast? Svo var mér bent á að þetta yrði mjög erfitt í framkvæmd, bæði að koma öllu þessu fólki á milli landa, fá fyrir það tilskilin leyfi og áritanir, og sömuleiðis að fá fólk sem sjálfboðaliða í svona nokkuð. Líklega var þetta heldur mikil bjartsýni og mér er víst um megn að koma á friði í heiminum - en það mátti reyna! Mér heyrast íslensku stríðsherrarnir því miður vera býsna vígreifir. When will they ever learn?
Fleira er það ekki að sinni. Friður sé með öllum jarðarbörnum.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?