þriðjudagur, júlí 26, 2005

 

Að sjá björtu hliðina

Aumingja englabossinn var í gærmorgun fluttur í sjúkrabíl frá Úlfljótsvatni með andþrengsli og gat varla talað. Við rannsókn kom í ljós að þetta var ekki veirusýking en ekkert meira vitað fyrir víst svo hún var send heim með stera og átti að koma aftur í dag ef hún lagaðist ekki. Reyndar var hún orðin miklu betri strax í gærkvöldi og þegar ég talaði við hana áðan virtist allt í lagi, en hún var ansi hreint hás, ekki ólík föður sínum þegar hann var að koma heim úr skátaútilegunum. Líklega hafa þetta verið svona svæsin ofnæmisviðbrögð - hún ku víst vera öll útsteypt í mýbiti sem er auðvitað ekkert betra en móskítóbit. Aðspurð sagði hún að það hefði svo sem verið í lagi að missa af síðasta deginum, hún hefði bara sloppið við að þurfa að ganga frá tjaldbúðunum og taka til. Það er auðvitað ágætt að sjá björtu hliðarnar á tilverunni. Skyldi hún hafa þetta Pollýönnusyndróm frá ömmu sinni?

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?