föstudagur, júlí 29, 2005
Undarlegur andskoti!
Ég þurfti að skreppa inn í Skeifu núna rétt áðan og lenti á Miklubrautinni einmitt þegar vörubílstjórarnir voru að aka þar um. Ég verð að segja að það voru ekki mikil vandræði að vera samferða þeim þarna, þeir óku bara á hægri akreininni og reyndu greinilega að valda ekki miklum töfum (fyrr en auðvitað upp við Rauðavatn). En svo þegar ég var á leiðinni heim lenti ég á eftir bílalest sem ók á 20 á Nesveginum. Hver andsk... er að fólki sem gerir þetta? Er ekki Nesvegurinn það sem nú til dags kallast stofnbraut? Auðvitað er allt í lagi að fara með gát, en að silast svona áfram er gersamlega ofvaxið mínum skilningi. Og maður tekur ekki fram úr 5 eða 6 bílum í lest þegar það er stöðug umferð á móti! Jæja, ég hef ekki nöldrað í margar vikur en nú einfaldlega varð ég! Að svo búnu vona ég að allir gangi nú hægt um gleðinnar dyr um helgina.