mánudagur, ágúst 08, 2005

 

Ég fer í fríið!

Lenti í því að þurfa að fara á tannlæknavaktina í gær og sem ég sat þar á biðstofu fór ég að fletta nýjasta Séð og heyrt. Er þá ekki verið að segja frá diskinum með Villiköttunum og myndir af útgáfutónleikum sonar míns, gott mál. Fletti svo aðeins áfram og sé ég þá ekki mynd af einum sonarsyninum að grilla lambaskrokk í heilu lagi á landsmóti skáta. Ágætt að fá þá báða í sama blaðinu, sparaði mér kr. 499 því annars hefði ég líklega keypt tvö blöð.
Vaknaði klukkan átta í morgun aldrei þessu vant (var vakin) og er byrjuð að taka saman það sem ég þarf að hafa með mér til Akureyrar þar sem næstu dögum verður varið. Mér finnst ég næstum vera að fara til útlanda! Veðurspáin þar er góð í dag og á morgun en gæti orðið einhver væta á miðvikudaginn. Heyrumst (eða réttara sagt lesumst).

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?