föstudagur, ágúst 19, 2005
Kveðja og fleira
Imma frænka var kvödd í dag. Ég kveið fyrir jarðarförinni, hélt að hún yrði óskaplega erfið en raunin var önnur. Athöfnin alveg eins og hún hefði skipulagt hana sjálf (reyndar var hún búin að ákveða ýmsilegt) og um tíma fannst mér ég sjá hana í anda brosandi yfir öllu saman. Í erfidrykkjunni var síðan leikinn hugljúfur jass og þetta var virkilega góð stund. Það er ótrúlegt hvað sumt fólk er sterkt þegar á reynir. Sofðu nú rótt, elsku Imma mín, þú gleymist aldrei.
Og síðan fórum við að sjá sonarson nr. 2 keppa í siglingum í Hafnarfjarðarhöfn. Gallinn var að ég hélt að þetta væri flott siglingamót (landsmót) með keppnisskrá og aðstöðu fyrir áhorfendur en það var sko alls ekki raunin. Við horfðum á eina keppni en þar sem við vorum ekki með sjónauka og vissum ekkert með hverjum við áttum að halda ákváðum við að fara heim við svo búið. Ég hringdi svo í drenginn þegar við vorum komin heim og haldið þið að það hafi ekki verið stímt svo illa á hann að dallurinn sökk undan honum! En það verður önnur keppni á morgun að ætli maður reyni ekki að mæta með sjónauka og nánari upplýsingar um númer á segli eða nafn á bát. Ástæðan fyrir því að við fórum svona snemma var að við heyrðum í útvarpinu að Nóatún bauð upp á lambakjöt af nýslátruðu og festum við kaup á hálfu læri og hálfum framparti. Lærið var síðan steikt og snætt í nýja, fallega borðkróknum okkar, með soðnum kartöflum, gufusoðnu blómkáli og brokkólí og himneskri sósu. Vel á minnst, nýi, fallegi borðkrókurinn er eins og klipptur út úr bæklingi frá Lauru Ashley. Nýtt veggfóður, plattarnir komnir upp á vegg og glænýr skápur undir ýmiskonar drasl, sem ekki er drasl þegar það hefur fengið samastað.
En nú er það ekki meira í bili. Gleðilega menningarnótt á morgun - það verður opið hús í Domus Vox, gengið inn frá Vitastíg inn í portið. Mikill söngur og voða, voða gaman!
Og síðan fórum við að sjá sonarson nr. 2 keppa í siglingum í Hafnarfjarðarhöfn. Gallinn var að ég hélt að þetta væri flott siglingamót (landsmót) með keppnisskrá og aðstöðu fyrir áhorfendur en það var sko alls ekki raunin. Við horfðum á eina keppni en þar sem við vorum ekki með sjónauka og vissum ekkert með hverjum við áttum að halda ákváðum við að fara heim við svo búið. Ég hringdi svo í drenginn þegar við vorum komin heim og haldið þið að það hafi ekki verið stímt svo illa á hann að dallurinn sökk undan honum! En það verður önnur keppni á morgun að ætli maður reyni ekki að mæta með sjónauka og nánari upplýsingar um númer á segli eða nafn á bát. Ástæðan fyrir því að við fórum svona snemma var að við heyrðum í útvarpinu að Nóatún bauð upp á lambakjöt af nýslátruðu og festum við kaup á hálfu læri og hálfum framparti. Lærið var síðan steikt og snætt í nýja, fallega borðkróknum okkar, með soðnum kartöflum, gufusoðnu blómkáli og brokkólí og himneskri sósu. Vel á minnst, nýi, fallegi borðkrókurinn er eins og klipptur út úr bæklingi frá Lauru Ashley. Nýtt veggfóður, plattarnir komnir upp á vegg og glænýr skápur undir ýmiskonar drasl, sem ekki er drasl þegar það hefur fengið samastað.
En nú er það ekki meira í bili. Gleðilega menningarnótt á morgun - það verður opið hús í Domus Vox, gengið inn frá Vitastíg inn í portið. Mikill söngur og voða, voða gaman!