þriðjudagur, ágúst 16, 2005

 

Leiðindi

Mér dauðleiðist. Hef ekkert haft að gera í hálfan mánuð og þessi vika verður þannig líka. Og það er ekki svo gott að við komumst á Búðir í þessari viku - sýnist mér allavega núna, við yrðum þá að fara á morgun og koma til baka á föstudaginn. Ég er að reyna að manna mig upp í að fara í gegnum fataskápinn, henda sumu, fara með annað í Rauða krossinn og sjá svo hvað það verður mikið pláss hjá mér þegar það er búið. Annars ætlum við að fara að taka eldhúsið í gegn, fórum í gær í Lauru Ashley og keyptum veggfóður (ofsalega sætt) svo nú verður fjandans brúna litnum í borðkróknum útrýmt. Mér finnst verst að eldhúsgardínurnar sem ég saumaði þegar við fluttum hér inn í annað sinn passa eiginlega ekki lengur þegar uppdubbunin verður búin. Við sjáum nú til. Ég á líka aðrar síðan við bjuggum hérna í den tid sem ég held að séu meira í stíl við veggfóðrið.

Meira hvað ég get röflað þegar ég hef ekkert annað fyrir stafni!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?