miðvikudagur, ágúst 24, 2005

 

Ýmist of eða van og kisusaga

Þar kom að því. Ég hef lítið haft að gera í þrjár vikur og nú er ég á kafi upp fyrir haus í verkefnum! Það er svo sem alveg ágætt, en í næstu viku langar okkur að Búðum í afslöppun og lúxus. Það verður áreiðanlega í lagi, ég hlýt að komast burt.
Aðrar fréttir eru þær að fósturdóttirin hún Kisa er farin heim til sín. Reyndar hélt ég að hún yrði hjá okkur fram að helgi, ég hélt að Mexíkófarinn kæmi ekki heim fyrr en á morgun en hef eitthvað ruglast því hann kom heim í fyrrinótt. Lenti auðvitað í kaosinu á Heathrow á leiðinni til Mexíkó og varð að fara í gegnum USA daginn eftir. Var svo handtekinn við komuna þangað af því hann var bara með gamla, góða passann, enga tölvurönd, enda var aldrei ætlunin að fara um Bandaríkin. En hvað um það, honum var hleypt áfram eftir fjóra tíma þegar í ljós kom að hann var ekki hættulegur hryðjuverkamaður og er nú kominn heim og búinn að sækja Kisu sína. Við tókum íbúðina vel í gegn í dag og þegar við tókum stofusófann fram til að þrífa undir honum kom í ljós að Kisa blessunin hafði farið býsna illa með hann, komist undir áklæðið undir honum, eyðilagt rennilásinn sem heldur því saman og var búin að klóra fyllinguna úr honum allrækilega. En hvað um það, við klöstruðum þessu saman og gengum þannig frá að hún kæmist ekki aftur til að gera þetta og það sem hún varð spæld þegar hún uppgötvaði það! Það var auðvitað ansi seint að laga þetta daginn sem hún fór en hún getur þá ekkert gert af sér ef hún kemur einhvern tíma aftur - eins og henni er auðvitað velkomið, hún er að verða eins og eitt barnabarnanna.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?