laugardagur, ágúst 06, 2005
Mér leiðist
Mér dauðleiðist núna. Er að bíða eftir verkefnum og engar líkur á að þau komi fyrr en um miðja næstu viku. Við erum því að ráðgera Akureyrarferð og Númi tók því fegins hendi að koma með okkur þegar ég hringdi í hann í morgun. Okkur sýnist líka á veðurspánni að góða veðrið verði þar næstu dagana. Meiningin er að fara á mánudaginn (fara með bílinn í smurningu fyrst) og koma heim seint á miðvikudag eða leggja í hann heim eldsnemma á fimmtudaginn, en Jón þarf að vera mættur í bænum kl. 14.30 á fimmtudag.
Gærdagurinn var samt alveg frábær, fór fyrir hádegið í Lyru í Kópavoginum til að kaupa nálar í insúlínpenna og strimla í blóðsykurmælinn og datt í hug að líta aðeins inn í Belladonnu sem er þar við hliðina. Ég var svo ljónheppin að þar voru í gangi einhverjir regnbogadagar, afsláttur á afslátt ofan og auðvitað dundaði ég mér þar í lengri tíma við að máta næstum allt í búðinni og afgreiðslukonan var svo elskuleg að bera í mig það sem hún hélt að ég hefði smekk fyrir. „Ég sá eins og skot að þú værir hörmanneskja,“ sagði hún, sem auðvitað var augljóst þar sem ég var íklædd hör frá toppi til táar. Auðvitað kom ég svo klyfjuð heim og hlakka til að fara að skarta gersemunum en þær eru: Tvennar hörbuxur, svartar og hvítar, fallegur toppur úr hör og svo furðuleg flík (ekki úr hör) sem ég mun eftirleiðis kalla „gíraffakápuna“ mína. Vala vinkona mín benti mér á um daginn að vatteraði jakkinn sem ég keypti í Danmörku gerði mig „rich bitch looking“. Þessi föt gera það líka og mér líkar vel að vera álitin „rich bitch“. Þarna hef ég komið mér upp annarri uppáhaldsbúð með Villtum og vandlátum.
Kvöldmaturinn var svo dásamlegt nautafille með gufusoðnu brokkólí, nýjum kartöflum og piparsósu og með því drukkum við ágætt Solaz rauðvín frá Spáni. Ljómandi góður endir á ljómandi góðum degi.
Gærdagurinn var samt alveg frábær, fór fyrir hádegið í Lyru í Kópavoginum til að kaupa nálar í insúlínpenna og strimla í blóðsykurmælinn og datt í hug að líta aðeins inn í Belladonnu sem er þar við hliðina. Ég var svo ljónheppin að þar voru í gangi einhverjir regnbogadagar, afsláttur á afslátt ofan og auðvitað dundaði ég mér þar í lengri tíma við að máta næstum allt í búðinni og afgreiðslukonan var svo elskuleg að bera í mig það sem hún hélt að ég hefði smekk fyrir. „Ég sá eins og skot að þú værir hörmanneskja,“ sagði hún, sem auðvitað var augljóst þar sem ég var íklædd hör frá toppi til táar. Auðvitað kom ég svo klyfjuð heim og hlakka til að fara að skarta gersemunum en þær eru: Tvennar hörbuxur, svartar og hvítar, fallegur toppur úr hör og svo furðuleg flík (ekki úr hör) sem ég mun eftirleiðis kalla „gíraffakápuna“ mína. Vala vinkona mín benti mér á um daginn að vatteraði jakkinn sem ég keypti í Danmörku gerði mig „rich bitch looking“. Þessi föt gera það líka og mér líkar vel að vera álitin „rich bitch“. Þarna hef ég komið mér upp annarri uppáhaldsbúð með Villtum og vandlátum.
Kvöldmaturinn var svo dásamlegt nautafille með gufusoðnu brokkólí, nýjum kartöflum og piparsósu og með því drukkum við ágætt Solaz rauðvín frá Spáni. Ljómandi góður endir á ljómandi góðum degi.