mánudagur, ágúst 15, 2005

 

Og hvað með það?

Hvað með það þótt slitni upp úr R-lista samstarfinu? Mér finnst hið besta mál að flokkarnir bjóði fram hver í sínu lagi og uppskeri samkvæmt fylgi hvers og eins. Satt að segja hefur mér fundist málamiðlanirnar býsna margar og meingallaðar og einhvern veginn hefur hvert klúðrið rekið annað undanfarin tvö ár. Auðvitað eru einhver atkvæði sem nýtast ekki þegar hver býður fram fyrir sig en það verður bara að hafa það! Það er ekki hægt að fórna öllu fyrir atkvæði. Annars kemur mér þetta auðvitað ekki við því ég bý á Seltjarnarnesi og hér höfum við reyndar bara tvo lista, Sjálfstæðisflokkinn og Neslistann og ég veit ekki betur en að Neslistinn ætli að halda samstarfinu áfram.
En þetta var reyndar bara eitthvað sem ég varð að koma frá mér.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?