mánudagur, ágúst 29, 2005
Örstutt fjölmiðlarýni
Í gærkvöldi datt ég óvart í að horfa á hestamannaþáttinn Kóngur um stund í Ríkissjónvarpinu. Þátturinn var reyndar líklega hálfnaður þegar ég hóf áhorfið en þarna var verið að tala við einhvern íslenskan hestamann búsettan í Danmörku og ég verð að segja að mér ofbauð karlremban og bjargarleysið í þessum unga manni - hélt að þetta heyrði sögunni til. Maðurinn gat sem sagt hvorki þvegið af sér fötin eða eldað ofan í sig mat og þegar mikið lá við kallaði hann til danska og ófríska, að ég held kærustu sína, til að bjarga málunum og vandaði íslenskum konum hreint ekki kveðjurnar, þessar dönsku væru nú miklu betri. Hitt er svo annað mál að maðurinn hugsaði afburðavel um hestana sína og þótti auðsjáanlega vænt um þá. Mikið vildi ég frekar vera hesturinn hans en konan hans, en þó helst hvorugt!
Og núna með morgunkaffinu las ég þessa gullvægu setningu í Mogganum:
„Það er öllum ljóst sem hafa einhvern tíma klifrað upp á Stjórnarráðið að þakið er í hörmulegu ástandi, hellur eru lausar og þaksperran er sýnileg beru auga.“ Jahá, þetta vita auðvitað allir þeir fjölmörgu sem klifrað hafa upp á Stjórnarráðið!
Ég verð að viðurkenna að mótmælendur eiga samúð mína en er ekki nokkuð seint í rassinn gripið núna? Hvar var allt þetta fólk fyrir einu og hálfu ári þegar eitthvað hefði hugsanlega verið hægt að gera í málunum?
Og núna með morgunkaffinu las ég þessa gullvægu setningu í Mogganum:
„Það er öllum ljóst sem hafa einhvern tíma klifrað upp á Stjórnarráðið að þakið er í hörmulegu ástandi, hellur eru lausar og þaksperran er sýnileg beru auga.“ Jahá, þetta vita auðvitað allir þeir fjölmörgu sem klifrað hafa upp á Stjórnarráðið!
Ég verð að viðurkenna að mótmælendur eiga samúð mína en er ekki nokkuð seint í rassinn gripið núna? Hvar var allt þetta fólk fyrir einu og hálfu ári þegar eitthvað hefði hugsanlega verið hægt að gera í málunum?