mánudagur, ágúst 29, 2005
Ráðvillt
Í dag fékk ég atvinnutilboð sem mér fannst ég fyrst ekki geta gengið að en svo fór mér að finnast ég ekki geta hafnað því. Þetta myndi hafa í för með sér umtalsverða tekjuaukningu en ég er alveg dauðhrædd við að skuldbinda mig í ákveðinn tíma eftir að hafa ráðið mér sjálf í 15 ár. Annars er þetta í raun viðbót við núverandi verkefni og ég veit ekki hvort ég get bætt meiru á mig. Kannski dreymir mig í nótt hvað ég á að gera. Verð að ákveða mig á morgun.
Það er útlit fyrir Snæfellsnesferð seinnipart vikuknnar - vonandi að hann hangi þurr!
Það er útlit fyrir Snæfellsnesferð seinnipart vikuknnar - vonandi að hann hangi þurr!