mánudagur, ágúst 22, 2005

 

Smáþras

Í gamla daga var manni kennt að trúa ekki lygunum í Morgunblaðinu en það var samt altént hægt að treysta því að þær væru skrifaðar á réttu, íslensku máli. Nú er það ekki lengur hægt. Ég var að lesa ágæta grein um Grænland og skákmót Hróksins í Sunnudagsmogganum en í henni var alltaf talað um tréhús. Fyrst hélt ég að um væri að ræða það sem ég held að sé kallað trjáhýsi, þ.e. smákofa sem byggður er uppi í tré fyrir börn að leika sér í, en mér fannst heldur ótrúlegt að það væru svo stór tré á Grænlandi. Við nánari skoðun kom líka í ljós að um var að ræða það sem á íslensku kallast timburhús! Hvers vegna í ósköpunum er hætt að prófarkalesa dagblöðin? Veit það einhver?

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?