fimmtudagur, ágúst 04, 2005
Snjallræði
Fyrst ég var að tala um Wife Swap er ég að spá í að gera það sama og hin konan í þættinum í gær. Hún stillti klukkuna í eldhúsinu á 15 mínútur og gerði það sem hún komst yfir á þeim tíma. Þegar klukkan hringdi steinhætti hún svo þótt hún væri í miðju kafi við eitthvað. Verð samt að viðurkenna að það var svolítið sóðalegt hjá henni, en hún átti líka mann sem var að lifa sínu sjö hundraðasta jarðlífi og fékkst við „listsköpun“ og hugleiðslu, eins og reyndar öll fjölskyldan. En nú er það Antic Road Show. Ekki meira að sinni.