fimmtudagur, ágúst 04, 2005
Óútskýranlegt... eða ekki
Í gærkvöldi var ég að horfa á Wife Swap sem mér finnst alveg ótrúlega fyndinn þáttur. Í þættinum í gær var önnur konan með algert hreinlætisæði, hún þreif húsið í fimm tíma á dag, alla daga, en börnið borðuðu bara kjöt og sælgæti og voru algerlega uppeldislaus. Jæja, ég ætla ekki að fara að útlista efni þáttarins nánar, en hér á heimilinu hefur ekki verið þrifið rækilega í þó nokkurn tíma og það er svo skrýtið með mig að þegar ég sé að það er komin ló út í hornin og ætla að manna mig upp í að taka mér rykmoppu í hönd og gera nú eitthvað, fæ ég alltaf þetta rosalega tak undir vinstra herðablaðið svo ég er engan veginn manneskja til að fara að gera hreint! Er þetta það sem kallast psychosomatic eða geðvefræn einkenni?