miðvikudagur, september 28, 2005

 

Af styttumálum

Í tilefni af umræðum sem spruttu upp varðandi styttu af Tómasi Guðmundssyni langar mig til að varpa fram þeirri spurningu hvort einhvers staðar sé til stytta af Nóbelsskáldinu okkar? Ef einhver veit það væri ég þakklát ef hann eða hún léti mig vita. Tómas Guðmundsson er allra góðra gjalda verður og ljóð hans yndisleg, en það eru til önnur skáld af sömu kynslóð sem ekki er einu sinni til brjóstmynd af. Tómas var held ég aldrei mikið fyrir að berast á og ég hugsa að hann væri hæstánægður með brjóstmyndina af sér á Bókasafni Reykjavíkur, sem er auðvitað mesti virðingarstaðurinn fyrir skáld.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?