föstudagur, september 30, 2005

 

Klukk

Ég var klukkuð - og var lengi að hugsa hvað ég ætti að opinbera um sjálfa mig og hér kemur það.

1. Ég er fædd og uppalin í sveit og í barnaskóla gekk ég meira að segja í farskóla. Ég er enn ótrúlega mikil sveitastelpa í mér.
2. Ég hef alltaf verið lofthrædd og lofthræðslan hefur ágerst með aldrinum. Núna er hún eiginlega orðin eins konar fötlun sem háir mér verulega.
3. Vinum mínum og vinkonum finnst ég hafa húmor.
4. Ég er bókaormur og verð alltaf að hafa eitthvað að lesa. Viðurkenni samt að stundum þegar ég byrja á bókum, sem mér finnst síðan ekki þess virði að lesa, legg ég þær bara frá mér. Áður fyrr píndi ég mig í gegnum þær.
5. Ég er langrækin. En ég man líka lengi hverjir hafa gert mér og mínum gott og reyni eftir megni að endurgjalda það.

P.S. Ég klukka Gullu (þegar tölvan hennar kemst í lag) og Eygló.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?