fimmtudagur, september 15, 2005

 

Snillingur

Í gærkvöldi horfðum við hjónin á fyrri hluta heimildamyndar um Jóhann Sigurjónsson sem við tókum upp úr sjónvarpinu í fyrrakvöld að mig minnir. Mikill rosalegur snillingur hefur maðurinn verið - og auðvitað sjarmör á heimsmælikvarða. Það kunna auðvitað allir Einn sit ég yfir glasi en ég held að kannski kunni ekki margir síðasta erindið sem er svona:

Að baki mér bíður Dauðinn,
ber hann í hendi styrkri
hyldjúpan næturhimin
helltan fullan af myrkri.

Hvað viljið þið hafa það betra? Er þetta ekki eitt magnaðasta ljóð sem ort hefur verið á íslenska tungu? Ég bíð í ofvæni eftir að sjá síðari hluta myndarinnar!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?