föstudagur, október 28, 2005
Af veðri
Ég verð að viðurkenna að mér þykir lúmskt gaman í svona veðri. Annars er svo skrýtið að það er alveg hætt að vera snjókoma, éljagangur, bylur, ofankoma, snjóhraglandi, hríð og ég tala nú ekki um glórulaus stórhríð og blindöskubylur, nú er allt þetta kallað snjóstormur. Erum við nokkuð að tapa uppruna okkar?