laugardagur, október 01, 2005

 

Bústur áugi

Fyrir nokkrum dögum heyrði ég í útvarpinu viðtal við ungan mann sem staddur var á Spáni og hjó eftir því að hann sagðist hafa verið „bústur“ á Spáni í nokkur ár en væri nú á heimleið. Fyrst hélt ég að mér hefði misheyrst og pilturinn væri einfaldlega bústinn á Spáni - enda hægt að verða bústinn af matreiðslu Spánverja. En svo var þetta endurtekið og þá rann upp fyrir mér ljós, viðmælandinn átti við að hann hefði verið búsettur á Spáni.
Daginn eftir heyrði ég annað viðtal við ungan mann sem ætlar sér stóra hluti innan Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði að ungt fólk hefði lítinn „áuga“ á stjórnmálum. Það hlýtur því að vera ágætt að hann hefur ug á því að koma sér áfram í flokknum.

Ekki fleira að sinni.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?