föstudagur, október 21, 2005
Fengitími
Mig minnir að í gamla daga hafi fengitími sauðfjárins verið seinnipartinn í desember en það er augljóst að hjá mannfólkinu er hleypt til á haustin samkvæmt tveimur sjónvarpsþáttum sem ég horfði á í gærkvöldi. Mér fannst ég ekki geta annað en séð einn þátt af Íslenska bakkalárnum en verð að viðurkenna að ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta að sjá íslensk og bráðmyndarleg ungmenni í þessari niðurlægingu. Og það var athyglisvert að þau „deituðu“ en fóru ekki á stefnumót, skítt með þótt þau segðu „mér langar,“ það er alltént rammíslensk þágufallssýki. Svo horfði ég á fyrstu 15 mínúturnar af Ástarfleyinu (sem heitir þó allavega íslensku nafni) og sýndist að sá þáttur myndi vera illskárri. En fátt er svo með öllu illt að ekki boðið nokkuð gott, ég veit á hvaða þætti ég mun alls ekki horfa og það sparar mikinn tíma sem hægt er að nota í annað.
Ég ætlaði ,að segja eitthvað fleira en hef steingleymt hvað það var - skyldi þetta vera aldurinn? Nei, nei, auðvitað ekki, bara annríki.
Ég ætlaði ,að segja eitthvað fleira en hef steingleymt hvað það var - skyldi þetta vera aldurinn? Nei, nei, auðvitað ekki, bara annríki.