fimmtudagur, október 13, 2005

 

Mikill er foringinn

Eiginlega dauðbrá mér í morgun. Þegar ég opnaði Moggann hélt ég fyrst að Davíð Oddsson væri dáinn, en svo sá ég hvers kyns var. Annars hélt ég að enginn fengi gefinn út svona mærðarlegan blaðauka nema hann væri dáinn og aukinheldur man ég ekki betur en að ritstjóri Moggans hafí nýverið lýst því yfir að búið væri að skera á öll tengsl blaðsins við ákveðinn stjórnmálaflokk. Hljóta nú ekki allir stjórnmálaforingjar að fá svona blaðauka í Mogganum? Davíð er auðvitað sprelllifandi og unir væntanlega hag sínum vel í Seðlabankanum. Hins vegar er hann greinilega enn við sama heygarðshornið í ákveðnu máli, ef dæma má af ræðunni hans á landsfundinum sem ég heyrði brot úr áðan. Hann er sem sagt á móti auðhringum og einokun og með heilbrigðri samkeppni. Ég man samt ekki til þess að hann hafi talað mikið um Eimskip og Flugleiðir sem einokunarfyrirtæki á sínum tíma og ég man þá tíð að einstaklingar og fyrirtæki úr ferðaþjónustu og viðskiptalífi þurftu á sínum tíma að taka saman höndum til að reyna að bjarga Arnarflugi sáluga til að tryggja Flugleiðum ákveðið aðhald - og heilbrigða samkeppni. Hvar var Davíð þá?

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?