miðvikudagur, október 05, 2005
Tíðindalítið á Tjarnarbóli
Það er tíðindalítið á Tjarnarbólinu í dag en betri eru lítil tíðindi en slæm tíðindi. Í gær átti eiginmaðurinn afmæli og í tilefni af því fengum við hjónakornin okkur að borða á Hereford þegar ég var búin á kóræfingunni. Fengum dýrindis nautalundir með bökuðum kartöflum og grænmeti og rauðvín með. Þetta smakkaðist alveg prýðilega og þegar við komum heim fengum við eftirréttinn, ostaköku og aðeins meira rauðvín - ekki mikið samt. Í dag hef ég svo bara verið að vinna, ekki veitir af þar sem helgin fer bara í skemmtanir og vitleysu. Við bekkjarsysturnar úr 4-Z ætlum að eyða helginni í Hveragerði, borða góðan mat, spjalla og skemmta okkur. Við höfum fengið þrjá sumarbústaði hjá einhverri konu þar og getum hagað okkur eins og við viljum, en auðvitað högum við okkur vel eins og sönnum Kvennaskólapíum sæmir. Hver veit nema við skoðum eitthvað merkilegt á Suðurlandsundirlendinu líka? Það verður ekki leiðinlegt.
Ég hef verið að bæta fleiri tenglum á síðuna mína en það klikkar alltaf eitthvað. Ég vona að fólk virði mér það til vorkunnar. Fæ vonandi annan hvorn soninn til að hjálpa mér að lagfæra þetta.
Ég hef verið að bæta fleiri tenglum á síðuna mína en það klikkar alltaf eitthvað. Ég vona að fólk virði mér það til vorkunnar. Fæ vonandi annan hvorn soninn til að hjálpa mér að lagfæra þetta.