miðvikudagur, október 26, 2005

 

Verkfall eða frí?

Mánudagurinn tókst ótrúlega vel. Fyrir 30 árum var ég á móti því að kalla daginn kvennafrídag og ég er enn á móti því. Ég kalla það ekki frí að leggja niður störf til að mótmæla misrétti. Á mánudaginn lést líka Rosa Parks, hún vakti athygli um allan heim þegar hún mótmælti því misrétti sem bandarískir svertingjar máttu sæta og má segja að viðbrögð hennar hafi mótað upphaf réttindabaráttu þeirra. Ég er ekki að segja að staða okkar, íslenskra kvenna, sé neitt lík stöðu bandarískra svertingjakvenna fyrir 50 árum, sem betur fer er ólíku saman að jafna, en við verðum samt að berjast þar til jafnrétti er náð. Mér fannst okkur líka vanta einhverja Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur á fundinn á mánudaginn, konu sem talaði tæpitungulaust á máli sem allir skildu, konur sem karlar.
Og skömm sé stráknum sem ásamt vinum sínum, bankastrákunum, tókst að bola Ragnhildi Geirsdóttur úr forstjórastóli FL Group - miður geðsleg áminning um að íslenskar konur megi ekki sofna á verðinum!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?