miðvikudagur, nóvember 02, 2005

 

Eftir tónleika

Tónleikarnir í gærkvöldi tókust bara vel. Salurinn í Domus Vox var þéttsetinn og mikið klappað og fagnað. Stelpurnar í Vox Junior stóðu sig auðvitað afbragðsvel og ég held að Gospelsystur hafi líka verið virkilega góðar. Og það þarf auðvitað ekki að taka fram að Seth er engu líkur, enda elskum við hann allar. Sem sagt frábært kvöld en ég verð að viðurkenna að ég var dauðþreytt þegar ég kom heim, sem var þó bara rétt um klukkan tíu, en þá var ég líka búin að standa upp á endann og syngja nærri sleitulaust frá klukkan sex.
Í dag lögðum við hjónin leið okkar í Ikea, já, við förum þangar þótt það sé kominn jólasvipur á búðina. Þar festum við kaup á tveimur ljósum í stofuna, vasa undir lucky bambooinn og annan lucky bamboo, skóhorn, fjögur viskastykki og lampa sem kominn er upp í stofunni svo nú get ég hugsanlega setið þar með bók á kvöldin. Allt þetta kostaði rúmar þrjú þúsund krónur.
Að öðru leyti er tíðindalaust á Tjarnarbóli.

P.S. Jón lagaði kvöldmatinn sem var gamaldags snitsel með öllu tilheyrandi. Mjög gott.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?