sunnudagur, nóvember 13, 2005

 

Að lokinni veislu

Útgáfuteitið í gærkvöldi var alveg magnað. Troðfullur salur af fólki og þau hjá Veislunni hljóta að kunna sama trikkið og Jesús þegar hann mettaði þúsundin með fimm fiskum - og að vísu líka fáeinum brauðum. Maturinn sem átti að nægja ofan í 60 manns dugði í hátt í 80 maga og allir fengu nægju sína að ég held. Og svo var þetta svo ljómandi gott líka. Fólk kom akandi frá Akureyri og Sauðárkróki til að taka þátt í gleðinni og allir voru í miklu stuði og allir töluðu við alla. Þarna hitti ég frændfólk sem ég hafði aldrei séð áður og fór vel á með okkur. Næsta projekt er svo að skipuleggja Kanadaferð og gera innrás í frændgarðinn þar sumarið 2007. Þetta var tilkynnt í teitinu í gær og tekið með miklum fagnaðarlátum svo ég reikna með að það verði góð þátttaka. Best að hringja strax í Þjóðræknifélagið og fá það í lið með okkur.
Nú er ég að bíða eftir útgáfunefndinni á fund. Við þurfum að skoða uppgjörið og skipuleggja sölu.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?