fimmtudagur, nóvember 10, 2005

 

Í mörgu að snúast

Það er í mörgu að snúast þessa dagana. Væntanlegt útgáfuteiti á laugardaginn er svo vinsælt að við erum búin að loka á frekari þátttöku, allavega í matinn. Þessi 60 manna salur er orðinn fullur og rúmlega það ef fáein ættmenni sem ekki geta ákveðið sig fyrr en á síðustu stundu skjóta upp kollinum, svo við ætlum að reyna að fá stærri sal í sama húsi ef það er mögulegt. Ég var búin að panta mat fyrir 40 manns en breytti pöntuninni allsnarlega í morgun í mat fyrir 60 manns. Ef stóri salurinn reynist bókaður á laugardaginn verðum við bara að reyna að fá aukaborð og stóla, allavega borð til að hafa matinn á því að salurinn tekur 60 manns í sæti við borð. En den tid den sorg. Við Inda fórum í dag og keyptum það sem við þurfum að skaffa svo nú er allt klárt nema að okkur vantar ca. 25 vínglös. Plastglös á fæti eru greinilega ekki á boðstólum í verslunum á þessum árstíma en hugsalega má fá þau í Rekstrarvörum á morgun. Við athugum það.
Það er eiginlega alveg met að fá svona marga í útgáfuteitið og sýnir bara að það er mikill áhugi fyrir Rauðhyltingabók. Ætli þetta verði ekki metsölubók?

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?