föstudagur, nóvember 04, 2005

 

Rauðhyltingabók

Rauðhyltingabók leit dagsins ljós í gær! Skúli frændi hringdi og sagðist vera kominn með fyrstu eintökin svo mér héldu engin bönd og ég rauk til hans að ná mér í eintak. Bókin er falleg í útliti (klassískt útlit), prentuð á gæðapappír og skemmtilega sett fram. Ég held að við getum verið stolt af afkvæminu og svo verður þetta auðvitað metsölubókin í ár! Einkar hentug til jólagjafa og svo er hún að sjálfsögðu skírnar- og fermingargjöf innan ættarinnar næstu áratugina. Upplagið á að vera frágengið og tilbúið til afhendingar á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku og henni verður síðan auðvitað dreift til ættmenna í útgáfuteitinu þann 12. nóv. Já, við ætlum sem sagt að halda útgáfuteiti - aldarinnar að sjálfsögðu.

Svo langar mig til að benda á tvær greinar í Mogganum í morgun. Vertu sæt stelpa! - viðhorfsgrein eftir Elvu Björk Sverrisdóttur. Frábært að heyra þessi sjónarmið frá ungri konu, ég hélt nefnilega að bara mér hefði brugðið við þessa auglýsingu sem hún vitnar í. Og hin greinin heitir Mjólkuðu kýrnar sig kannski sjálfar? og er eftir Bryndísi Víglundsdóttur. Takk, báðar tvær, fyrir tímabærar athugasemdir. Þið eruð frábærar.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?