sunnudagur, nóvember 06, 2005

 

Söngur og kvæði

Ekki eru einir tónleikar fyrr búnir en farið er að æfa fyrir þá næstu. Í gærmorgun kl. 9-11 var samæfing með Vox Feminae fyrir aðventutónleikana. Þeir verða fínir eins og venjulega. Við flytjum fyrsta kaflann í Gloriu Vivaldis á aðventunni en ég hlakka til að læra hana alla eins og hún leggur sig. Þær æfingar hefjast svo fyrir alvöru á nýju ári.
Eftir æfinguna rölti ég í rólegheitum heim, var um það bil klukkutíma á leiðinni og hafði rosalega gott af göngunni.

Í dag fórum við svo í Laugardalslaugina eftir hádegið en ekki held ég að við veljum hana sem okkar samastað í vetur. Nú erum við að bíða eftir Inga og Þorbjörgu sem ætla að koma í kaffi og skoða Rauðhyltingabók og svo ætlar Ingi að fara betur yfir Fyllukvæðið með mér. Hann man allt í einu eitthvað sem við höfum víst ekki farið rétt með. Gott mál.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?