miðvikudagur, nóvember 23, 2005

 

Síðsta vesældarbloggið

Þetta verður síðasta vesældarbloggið í bili. Verð bara að láta "æsta aðdáendur" og "nánustu ættingja" vita að þegar ælupestinni lauk og ég var komin á stjá, uppgötvaði ég að ég var helaum í öðrum fætinum og með undarlegt þykkildi undir húðinni. Drattaðist svo til læknis í fyrradag og fékk að vita að þetta væri blóðtappi. En blóðtappi af betri gerðinni, hann situr kyrr á sínum stað og mun eyðast smátt og smátt og er líklega tilkominn af því að frúin fékk hitasótt. Þetta ku taka smátíma og ég fékk einhvern áburð til að nudda inn í húðina, bara verst hvað þetta er svakalega aumt.
En nú lofa ég því að vera ekki með meiri kveinstafi út af heilsufarinu á næstunni. Jólin fara að bresta á og best að njóta skammdegisins og aðventunnar sem best. Mætti á kóræfingu í gær og mæti á aðra í kvöld, samæfingu með Voxinu. Það verða dúndurfínir tónleikar í Hallgrímskirkju 14. og 15. des.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?