mánudagur, desember 12, 2005

 

Brosað gegnum tárin

Nýja alheimsfegurðardrottningin þurfti að bera hönd að auga og þurrka tár af hvarmi þegar úrslitin voru tilkynnt. Annars vorum við Danni og Gulla að ræða fegurð íslenskra kvenna og komumst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að setja staðal á fegurðina. Hvernig á að mæla meðaltalsfegurð? Nú er lag að stefna að því að fá Nóbelinn fyrir að finna mælikvarða sem nota má á huglæg fyrirbæri. Er fegurðin ekki annars í augum sjáandans? Ég bara spyr.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?