sunnudagur, desember 18, 2005

 

Jólin nálgast

Jólin nálgast óðum og enn er mörgu ólokið en ég ætla ekkert að stressa mig yfir því, jólin koma nefnilega hvort sem er. Þegar við komum úr sundinu áðan duttum við inn í búð og festum kaup á þessum líka sæta jólasveini (reyndar Coca Cola sveini) sem stendur nú á borðinu hérna á stigapallinum og brosir framan í alla sem leggja leið sína á efstu hæðina. Ljósin á svalirnar fóru upp fyrir viku síðan og í næstu viku verða jólin svo undirbúin í rólegheitum.
Tónleikarnir tókust vel og haldið þið að við höfum ekki fengið þessa frábæru krítik. Ég er auðvitað sérlega ánægð með umsögnina um Mary had a baby, sem ég leyfi mér að endurtaka hér: "...mig rekur ekki minni til að hafa heyrt "negrasálminn" Mary had a baby á kórtónleikum hérlendis fyrr. Og hafi ég gert það trúi ég ekki að hann hafi verið eins skemmtilega fluttur. Ég myndi muna eftir því. Rétta sveiflan var til staðar sem ekkert er sjálfgefið..."
Og krítikinni lýkur með þessum orðum: "Slá þú hjartans hörpustrengi eftir Bach... var þrungið andtakt en líka tæknilega vandað og var það viðeigandi endir á frábærri dagskrá."
Hvað viljið þið hafa það betra?

Í gær fór ég svo á tónleika Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna og Kvennakórs Garðabæjar í Seltjarnarneskirkju. Þeir voru frábærir, þessi hljómsveit er hreint brilljant og heillaði mig upp úr skónum. Kórinn var líka fínn og söngkonan sem söng einsöng æðisleg. Það var frábært að geta setið úti í kirkju og notið þess að hlusta á aðra.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?