föstudagur, desember 02, 2005

 

Sendiherrastaða

Mig langar alveg óskaplega til að verða sendiherra. Ég held að ég hafi allt til að bera í það starf, ég er þokkalega máli farin, kann mig innan um heldra fólk og hef sýnt og sannað að ég get haldið skemmtilegar veislur - og ég tala betri ensku en núverandi forsætisráðherra. Vandamálið er bara að sendiherrastöður eru aldrei auglýstar lausar til umsóknar. Mikið þætti mér vænt um ef einhver góð manneskja með sambönd myndi nú hnippa fyrir mig í utanríkisráðherra næst þegar eitthvað losnar.
Þá er það ekki fleira að sinni.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?