fimmtudagur, janúar 12, 2006
Dapurlegt
Það dapurlegasta við þennan sorglega atburð á Ísafirði er að nú verður aldrei hægt að komast til botns í málinu. Aldrei fæst upplýst hvort maðurinn var sekur eða saklaus og drengirnir, hin meintu fórnarlömb, fá aldrei lyktir á sínum málum - hvort sem ásakanir þeirra eru réttar eða ekki. Og hver ber ábyrgð á því? Mér varð flökurt í gær þegar ég sá í blaði haft eftir Jónasi Kristjánssyni að hefði DV ekki fjallað opinskátt um barnaníðinga hefði Telma Ásdísardóttir aldrei getað skrifað Bókina um pabba undir eigin nafni. Ja, svei, ætli það sé ekki frekar umfjöllun og fræðslu Stígamóta að þakka. Ég skrifaði undir þennan umtalaða lista í gær og mótmæli harðlega að um einhverja "massahysteríu" sé að ræða. Þetta atvik var einfaldlega kornið sem fyllti mælinn.