þriðjudagur, janúar 31, 2006
Komið að því
Þá er ég búin að pakka, tek örugglega allt of mikið með eins og alltaf. Taskan er svo til full, það gæti hent sig að Jón kæmi eins og einni flík eða svo í hana til viðbótar. Reyni að koma mér í rúmið ekki seinna en um miðnættið til að ná 4-5 tíma svefni. Við verðum að vakna upp úr klukkan fimm og leggja af stað upp úr sex til að vera mætt upp á flugvöll um sjöleytið. Djöfuls rugl að láta mann mæta tveimur tímum fyrir brottför, allt vegna þess að það þarf að tékka á því hvort maður sé með naglaskæri eða tappatogara í handfarangrinum! Svo veit ég að ég verð eins og draugur allan daginn á morgun. En það verður samt að hafa það, vikufrí er þess virði að spandera einum degi í vanlíðan.
Ekki meira fyrr en að viku liðinni - góðar stundir.
Ekki meira fyrr en að viku liðinni - góðar stundir.