miðvikudagur, janúar 04, 2006
Nýársreiði - og íhaldssemi.
Það verður að segjast eins og er að mér finnst lítið leggjast fyrir biskupinn okkar þegar hann segir að það fari með hjónabandið á sorphaugana ef samkynhneigt fólk fær rétt til að ganga í hjónaband í kirkju. Lifum við ekki á 21. öldinni eða hvað? Mér sjálfri finnst mér ég ekkert minna gift mínum manni og engin vanhelgun á því hjónabandi að einhverjir eða einhverjar af sama kyni gangi í hjónaband frammi fyrir Guði. Eiginlega er ég svo reið að ég vil ekki segja meira um þetta mál í bili svo ég sjái ekki eftir neinu seinna.
Annars voru jólin og áramótin okkar alveg frábær, fastir liðir eins og vanalega og ekki breytt út af neinu. Ég hef fyrir löngu komist að því að ég er íhaldssamari en allt sem íhaldssamt er hvað jóla- og áramótahefðir varðar. Nema að einu leyti. Eftir veiðibannið á rjúpunni gerðum við ýmsar tilraunir með jólamatinn og einu sinni keyptum við skoskar rjúpur, sem voru svo sem ágætar en íslenska lyngbragðið vantaði alveg af bringunum. Við vorum nefnilega fyrir löngu farin að snöggsteikja bringurnar en sjóða leggina og allt hitt í góða sósu. Núna vorum við með krónhjartarsteik á aðfangadagskvöld sem var alveg rosalega góð, meira að segja unglingarnir vildu fá aftur á diskinn. Og á gamlárskvöld var það kengúrufillet, marinerað í smátíma með villikryddi, brúnað á pönnu og svo smátíma í ofninn. Þvílíkt sælgæti. Jólatréð skal vera á sínum stað og allar hefðirnar til staðar en ég er alveg til í að prófa nýtt í matargerð. Kannski af því að mér finnst gaman að laga mat og við hjónin lendum sárasjaldan í því að maturinn sem við eldum sé ekki góður. Ég er samt ekki farin að skipta súpunni og heimatilbúna jólaísnum út fyrir annað.
Annars voru jólin og áramótin okkar alveg frábær, fastir liðir eins og vanalega og ekki breytt út af neinu. Ég hef fyrir löngu komist að því að ég er íhaldssamari en allt sem íhaldssamt er hvað jóla- og áramótahefðir varðar. Nema að einu leyti. Eftir veiðibannið á rjúpunni gerðum við ýmsar tilraunir með jólamatinn og einu sinni keyptum við skoskar rjúpur, sem voru svo sem ágætar en íslenska lyngbragðið vantaði alveg af bringunum. Við vorum nefnilega fyrir löngu farin að snöggsteikja bringurnar en sjóða leggina og allt hitt í góða sósu. Núna vorum við með krónhjartarsteik á aðfangadagskvöld sem var alveg rosalega góð, meira að segja unglingarnir vildu fá aftur á diskinn. Og á gamlárskvöld var það kengúrufillet, marinerað í smátíma með villikryddi, brúnað á pönnu og svo smátíma í ofninn. Þvílíkt sælgæti. Jólatréð skal vera á sínum stað og allar hefðirnar til staðar en ég er alveg til í að prófa nýtt í matargerð. Kannski af því að mér finnst gaman að laga mat og við hjónin lendum sárasjaldan í því að maturinn sem við eldum sé ekki góður. Ég er samt ekki farin að skipta súpunni og heimatilbúna jólaísnum út fyrir annað.